Egill Spegill á gulan jakka og finnst ógeðslega fyndið að klæða frægt fólk í hann

Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson, eða Egill Spegill eins og hann kallar sig, á fallegan gulan jakka af gerðinni HUF. Egill stundar það að taka myndir af frægu fólki í jakkanum og deila á Instagram. Fólk eins og Sigmundur Davíð, Auðunn Blöndal og Jóhanna Vigdís hafa öll klæðst jakkanum og Egill er hvergi nærri hættur.

„Þetta byrjaði allt á því að rapparinn, Herra Hnetusmjör klæddi sig í fötin mín og ég tók mynd og setti hana á Instagram. Svo ákvað ég að halda því bara áfram og valdi gula og svarta jakkann því það var uppáhalds jakkinn minn,“ segir Egill.

Hann segir að ásæðan fyrir því að hann geri þetta sé einföld. „Ég í raun geri þetta bara því mér finnst það ógeðslega fyndið.“ Egill segir að flestir hafi tekið því vel að klæðast jakkanum.

Fólki finnst þetta stundum smá skrýtið, en samt fyndið á sama tíma og er yfirleitt til í að skella sér í jakkann

Egill ætlar að halda áfram að taka myndir af fólki í jakkanum en hans helsti draumur er að sjá danska leikarann, Mads Mikkelsen í jakkanum. „Ég held það væri geðveikt gaman að fá hann í jakkann,“ segir Egill.

Hér að neðan má sjá brot af því besta úr safni Egils en allt safnið má nálgast hér.

https://www.instagram.com/p/BX-stWFng9G/?taken-by=eijill

https://www.instagram.com/p/BaeP9WNnhYb/?taken-by=eijill

https://www.instagram.com/p/BZOwqLTHHc-/?taken-by=eijill

https://www.instagram.com/p/BabzcpsH8Kt/?taken-by=eijill

https://www.instagram.com/p/BTmrjEBgHzt/?taken-by=eijill

https://www.instagram.com/p/BWRVAXPH9iA/?taken-by=eijill

https://www.instagram.com/p/BXZAqIuHMxT/?taken-by=eijill

Auglýsing

læk

Instagram