Eina sem þú þarft að vita um haustkynningu Apple

Apple hélt sína árlegu haustkynningu í dag. Nýjar útgáfur af iPhone voru kynntar til sögunnar ásamt nýjum iPad og nýju Apple TV. Nútíminn tók saman það sem þú þarft að vita um kynninguna. Óvíst er hvenær sala á vörunum hefst.

 

iPhone 6s og iPhone 6s Plus

Nýju símarnir eru ekki mjög breyttir útlitslega en það er búið að bæta vélbúnaðinn. Force Touch er nýtt og býður upp á svokallað 3D Touch, sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Síminn skynjar hversu fast ýtt er á skjáinn og bregst við eftir því.

Svo er nýr litur:

enhanced-23599-1441824014-1

Þá er búið að bæta myndvélina. Hún er orðin afar öflug, 12 megapixlar og getur tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin býður upp á Live Photo, sem tekur þrár myndir á 1,5 sekúndu.

Apple TV

Apple TV er mjög breytt. Helsta breytingin er að App Store er nú fáanlegt í tækinu. Það ætti því að vera hægt að kveðja afruglarann, eins og ritstjóri Einstein.is bendir á.

Þá er Siri  komin í tækið og því hægt að biðja hana um að finna ákveðnar kvikmyndir og þætti. Loks er fjarstýringin gjörbreytt og með henni má meðal annars spila tölvuleiki í Apple TV.

iPad Pro

anigif_original-18460-1441824630-4

Nýr iPad Pro var einnig kynntur til sögunnarr með öflugum 12,9 tommu Retina skjá. Tveir aukahlutir verða fáanlegir með iPad Pro. Lyklaborð í fullri stærð, sem sést hér fyrir ofan. Þá er örgjörvinn nýr og gríðarlega öflugur.

Auglýsing

læk

Instagram