Ekki hægt að segja veitingastöðum hvað þeir mega vera með á matseðlunum

Ósk söngvarans Morrissey, um að stöðva sölu á kjöti í húsinu á meðan hann kæmi þar fram, kom aldrei inn á borð Hörpu. Beiðninni hefði þó verið hafnað, að sögn Halldórs Guðmundssonar forstjóra Hörpu.

Nútíminn greindi frá því í gær að Morrissey hafi hætt við að koma fram í Hörpu vegna kjötsölu á veitingastöðum hússins.

Fyrirtækið RR ehf. var í sambandi við söngvarann. Halldór Kvaran, starfsmaður fyrirtækisins, segir að umboðsfólk söngvarans hafi talað um að hann vildi ekki hafa kjöt á neinum matseðli í húsinu á meðan hann væri þar.

„Það er ekki hægt að segja veitingastöðum hvað þeir mega vera með á matseðlunum,“ segir Halldór.

„Menn geta haft prinsipp í lífinu, til dæmis verið á móti kjarnorku, en það slekkur enginn á kjarnorkuverunum.“

Auglýsing

læk

Instagram