Auglýsing

Emil mætti á æfingu hjá yngri flokkum FH: „Íslenskir strákar elska fótbolta”

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var á meðal bestu leikmanna íslenska liðsins á HM í Rússlandi. Hann er kominn heim til Íslands í frí og í morgun skellti hann sér á æfingu ásamt bróður sínum í Hafnarfirði og kíkti á æfingu hjá ungum strákum í FH.

Sjá einnig: Heimir Hallgrímsson dæmdi hjá stjörnum framtíðarinnar: „Hann mætti eldsnemma í morgun og bað um að fá að dæma”

Emil er uppalinn hjá FH í Hafnarfirði þar sem hann spilaði áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann setti inn myndir af sér á Instagram í morgun þar sem hann er mættur í Kaplakrika að æfa með Hákoni Hallfreðssyni bróður sínum og söngvaranum vinsæla Friðriki Dóri.

Eftir æfinguna kíkti Emil á unga pilta sem voru að spreyta sig á æfingu með yngri flokkum FH. Þar voru margir klæddir íslensku treyjunni. Emil virtist ánægður með metnaðinn hjá drengjunum en hann skrifaði við eina myndina sem hann birti í „story” á Instagram síðu sinni að íslenski strákar elski fótbolta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing