Emoji-ferskjan lítur ekki lengur út eins og rass í iPhone og fólk er að tryllast yfir því

Apple hefur sent frá sér nýja uppfærslu af stýrikerfinu iOS sem kallast einfaldlega iOS 10.2. Emoji-myndunum var breytt í uppfærslunni sem fólk hefur tekið misjafnlega.

Það sem hefur vakið mestu athyglina er breytingin á ferskju-emojinu. Eins og sjá má varð stór breyting á ferskjunni í nýrri uppfærslu en hún var ein af vinsælustu emoji-myndunum.

Ferskjan líkist semsagt ekki lengur rassi. Eðlilega er fólk brjálað og byrjað að óttast hvaða emoji-myndir missa næst raunverulega merkingu sína.

Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert reið á vaðið og gagnrýndi breytinguna.

Og fleiri fylgdu í kjölfarið

Hér er þó einn sem er ánægður með breytinguna

Þeir sem uppfærðu símann sinn í iOS 10.2 fengu þessar slæmu fréttir þegar uppfærslunni var lokið, þannig að þeim sem vilja halda í rassinn er bent á að sleppa því að uppfæra.

Sem betur fer er ekki búið að breyta þessum … ennþá

emojis-1-1478108898

Auglýsing

læk

Instagram