Enslaved kemur fram á Eistnaflugi

Tónlistarhátíðin Eistnaflug er óðum að taka á sig mynd. Hátíðin er stærsta þungarokkhátíð landsins en tíu hljómsveitin bættust við listann í dag.

„Eistnaflug kynnir með stolti í dag tíu hljómsveitir til viðbótar fyrir 2015 hátíðina,“ segir Gísli Sigmundsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar. „Þar af eru níu íslenskar hljómsveitir og ber þar helst að nefna tvær hljómsveitir sem ættu að vera gestum Eistnaflugs að góðu kunnar, Sólstafir og hinir goðsagnakenndu HAM.“

Norska hljómsveitin Enslaved kemur einnig fram á hátíðinni í fyrsta skipti.

Enslaved var stofnuð árið 1991 í Haugasundi en starfa nú í Bergen í Noregi. Þeir voru í framvarðasveit norska svartmálmsins á upphafsárum hans en hafa í seinni tíð orðið mun framsæknari án þess að tapa þó alveg tengingunni við svartmálminn og spila nú það sem kalla mætti proggað víkingaþungarokk.

Gísli segir að Enslaved hafi ávallt hrifist af Íslandi. „Má til dæmis nefna að textar fyrstu stóru plötu sveitarinnar, Vikingligr Veldi, sem kom út árið 1994 voru á íslensku og hafa myndir frá Íslandi prýtt aðrar útgáfur sveitarinnar,“ segir hann.

Hlustum á slagara með Enslaved:

Hér eru staðfestar hljómsveitir fyrir Eistnaflug 2015 og hvaðan þær koma:

Behemoth (PL)
Brain Police (IS)
Börn (IS)
Conan (UK)
Dimma (IS)
Enslaved (NO)
Godflesh (UK)
Grísalappalísa (IS)
HAM (IS)
In Solitude (SE)
Inquisition (CO)
Kontinuum (IS)
Lights on the Highway (IS)
LLNN (DK)
Lvcifyre (UK)
Momentum (IS)
Muck (IS)
Rotting Christ (GR)
Saktmóðigur (IS)
Severed (IS)
Sinmara (IS)
Skálmöld (IS)
Sólstafir (IS)
Vampire (SE)
The Vintage Caravan (IS)

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram