Færeyskur þingmaður vill banna Gleðigönguna: „Samkynhneigð er val sem hægt er að fá hjálp við“

Jenis Av Rana, læknir og þingmaður kristilega Miðflokksins í Færeyjum, leggur til að samkynhneigðum verði meinað að halda gleðigöngu í miborg Þórshafnar á meðan á Ólafsvöku stendur. Ólafsvaka er þjóðhátíð Færeyinga sem haldin er hátíðleg í júlílok ár hvert.

Jenis Av Rana neitaði á sínum tíma að setjast til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og eiginkonu hennar þegar þær komu í opinbera heimsókn til Færeyja árið 2010.

Frosti Logason og Máni Pétursson heyrðu í Jenis ásamt ritstjóra Nútímans í Harmageddon á X977 í morgun. Þar sagði hann samkynhneigð val og að fólk geti óskað eftir hjálp til að losna úr viðjum samkynhneigðar.

Viðtalið má heyra hér fyrir neðan.

„Að vera samkynhneigður er vandamál sem hægt er að leita sér hjálpar við. Víða um heim er samkynhneigðu hjálpað vegna þess að þetta fólk glímir við vandamál,“ sagði Rana og bætti við að lífslíkur samkynhneigðra væru verri en annarra, meðal annars vegna sjálfsvíga.

Þau lifa slæmu lífi og öll samfélög ættu að hjálpa samkynhneigðum að lifa betra lífi. Það gerum við ekki með því að samþykkja lífsstíl þeirra — lífsstíll þeirra er skaðlegur.

Jenis sagði að Guð hafi ekki skapað manninn til að vera samkynhneigður og játaði að samkynhneigð væri val. Spurður hvenær hann valdi að vera gagnkynhneigður sagði hann að það væri óþarfi, enda væri gagnkynhneigð eðlileg. Hann líkti samkynhneigðum við fiska á þurru landi.

„Allir sem lifa slæmu lífi sem samkynhneigðir geta fengið hjálp ef þeir óska eftir því. Ég hef ekki sjálfur hjálpað fólki að verða gagnkynhneigt en ég þekki samkynhneigt fólk sem hefur orðið gagnkynhneigt,“ sagði hann.

Hann neitaði að samkynhneigðir ættu undir högg að sækja í Færeyjum vegna hans.

Hlustaðu á viðtali hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram