Femínistar fagna berum brjóstum í Áramótaskaupinu: „Grét úr hlátri yfir dickpic og free the nipple“

Atriðið í Áramótaskaupinu þar sem karlmanni sem var ber að ofan í sundi var vísað upp úr vakti mikla athygli og taumlausa gleði á samfélagsmiðlum. Ein af upphafskonum Free the Nipple-byltingarinnar á Íslandi fagnar atriðinu og segir það hafa verið frábært.

Í atriðinu hvöttu berbrjósta konur karlkyns félaga sinn til að fara úr bol sem hann klæddist í heita pottinum. Hann gerði það og var rekinn upp úr með skömm, enda börn í lauginni. Hér má sjá manninn rekinn upp úr en konurnar fylgjast aðgerðalausar með. Horfðu á allt atriðið hér fyrir neðan.

Atriðið vísaði í sérkennilega uppákomu í Jaðarsbakkalaug á Akranesi í janúar á síðasta ári þar sem Diljá Sigurðardóttur var vísað upp fyrir það eitt að vera ber að ofan. Í frétt Nútímans um málið kom fram að baðvörðurinn hafi sagst vera að bregðast við kvörtun. Sami baðvörður brást illa við ábendingum um að karlmennirnir á svæðinu væru berir að ofan og sagði að það væri ekki Free the Nipple-dagurinn.

Sjá einnig: Berbrjósta stelpu vísað upp úr sundlaug á Akranesi: „Við vorum allar mjög hissa“

Í kjölfarið á frétt Nútímans fjölluðu stærstu fjölmiðlar landsins á málið og loks voru óskrifaðar reglur um sundfatnað kvenna í Jaðarsbakkalaug endurskoðaðar. Málið endaði svo á því að nýja reglur voru settar um sundfatnað fólks lauginni og Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, sagði að framvegis myndi starfsfólk ekki gera athugasemdir við að fólk sé bert að ofan í lauginni.

Free the Nipple hófst sem alþjóðlegt átak í kjölfar útgáfu gamanmyndar með sama nafni sem kom út árið 2014. Átakið snýst meðal annars um að fólk hætti að koma fram við kynin á mismunandi hátt. Í því felst meðal annars að ber brjóst þurfi ekki að túlka kynferðislega og að konur ráði sjálfar hvenær þær eru berar að ofan, rétt eins og karlar.

Íslenska brjóstabyltingin hófst á Twitter í mars árið 2015. Femínistafélag Verzunarskóla Íslands hafði boðað til #FreeTheNipple dags í skólanum og í umræðum á Twitter birti nemandinn Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir mynd af sér þar sem hún var ber að ofan. Myndin var í nokkrar mínútur á samfélagsmiðlinum áður en hún tók hana út. Daginn eftir gerði ungur maður lítið úr Öddu og í kjölfarið rigndi yfir hana stuðningsyfirlýsingum. Í kjölfarið hófst byltingin sem vakti landsathygli.

Örskýring: Svona hófst #FreeTheNipple á Íslandi á sínum tíma

Adda Þóreyjardóttir segir í samtali við Nútímann að sér hafi fundist atriðið frábært. „Mér finnst alltaf gaman að sjá ádeilu varpað fram með húmor,“ segir hún.

Það að sjá baráttuna komna í vinsælasta þátt landsins er að mínu mati bara algjörlega í takt við þá femínisku umræðu sem hefur verið áberandi í þjóðfélaginu síðastliðin ár.

Hún segir að atriðið sé bæði til marks um þann árangur sem hefur náðst en að það sé sömuleiðis hluti af baráttunni. „Henni er ekki lokið og allt sem vekur athygli á henni og mikilvægi hennar er vel þegið,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin við atriðinu hafi verið mjög skemmtileg.

„Öllum á mínu heimili fannst þetta mjög skemmtilegt. Án þess að hafa hætt mér á kommentakerfin þá gæti ég trúað því að viðbrögðin hafi verið góð, jafnvel hjá eldra fólki sem í upphafi átti erfiðara með að skilja tilgang baráttunnar. Þau sem skrifuðu Skaupið settu þetta svo vel fram — vandamálið er sýnt á mjög skýran hátt sem sýnir hversy fáránlegt það er.“

Atriðinu var fagnað ákaft á Twitter

https://twitter.com/hafdisuna/status/947606211897241600

Og það ætti kannski einhver að benda þessu manni hér á að það var ansi myndarlegur tittlingur í Skaupinu

????????????

Sjáðu atriðið úr sundlauginni hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram