Fimm hlutir sem breytast ef klukkan verður leiðrétt

Þing­menn allra flokka nema VG hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að seinka klukk­unni á Íslandi um eina klukku­stund.

Örskýring: Leiðrétting klukkunnar

Seink­un­in væri í gildi allt árið en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það komi til greina að klukkunni verði einungis seinkað yfir vetrartímann. Þá yrði sérstakur sumartími, líkt og í mörgum löndum, til að mæta sjónarmiðum um meiri sól síðdegis á sumrin.

 

5. Veturinn gæti orðið bærilegri

Í grein um skammdegisþunglyndi á Persona.is kemur fram að nokkrar tilgátur hafi verið settar fram um hvernig birta hefur áhrif á líðan fólks.

Þar kemur einnig fram að einkenni þess séu vanlíðan, sinnuleysi, mikil depurð, svartsýni, lífsleiði, orkuleysi og óeðlilega mikil svefnþörf. Einnig eykst matarlyst, þá sérstaklega löngun í kolvetnaríka fæðu. Því er algengt að fólk með skammdegisþunglyndi þyngist töluvert yfir vetrartímann. Að auki getur skammtímaþunglyndi leitt til þess að fólk forðist félagsleg samskipti og einangri sig.

4. Tíminn til að spila golf styttist

Golfer_swing

Ef klukkunni verður seinkað sest sólin fyrr á kvöldin. Myrkrið skellur því á fyrr sem styttir tímann sem fólk getur nýtt til golfs og allskoanr útivistar á kvöldin í dagsbirtu. Í greinargerð frumvarpsins kemur að vísu fram að það komi til greina að klukkunni verði einungis seinkað yfir vetrartímann. Þá yrði sérstakur sumartími, líkt og í mörgum löndum, til að mæta sjónarmiðum um meiri sól síðdegis á sumrin.

3. NBA byrjar fyrr á kvöldin

Ef klukkunni verður seinkað um klukkutíma hefjast leikirnir í NBA-deildinni klukkutíma fyrr en þeir gera nú. Það munar um hvern klukkutíma í þessu eins og körfuboltaunnendur þekkja.

2. Leikirnir í enska boltanum byrja fyrr

waynerooney1_2993918

Þau sem eru vön að planta sér á sófann klukkan hálf eitt og horfa á hádegisleikinn þyrftu að sætta sig við að horfa á leikinn fyrir hádegi. Þá myndu flestir leikir hefjast klukkan 14 en ekki 15, eins og þeir gera nú þegar Bretarnir eru komnir á vetrartímann sinn.

1. Það verður auðveldara að vakna

Sleeping-girl

Í bloggi á vefnum Betrisvefn.is útskýrir Erla Björnsdóttir sálfræðingur hvernig leiðrétting á klukkunni gæti haft áhrif á svefn fólks:

„Margir kannast við það að eiga erfitt með að vakna á morgnanna í mesta skammdeginu og einnig getur reynst erfitt að sofna á réttum tíma á kvöldin. Ástæðuna er meðal annars að finna í þessu ósamræmi milli innri og ytri klukku, þegar við vöknum kl. 07:00 á morgnana er okkar innri klukka einungis 05:30 og því ekki að furða að erfitt sé að vakna. Að sama skapi er innri klukkan einungis um 10:30 þegar við leggjumst á koddann á miðnætti til að fara að sofa og því getur reynst erfitt að sofna á æskilegum tíma í skammdeginu.“

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram