Níu einstaklingar sem þú ættir að fylgjast með á Instagram

Við Íslendingar erum dugleg að nota samfélagsmiðla og hér á landi eru mjög margir sem eru með tug- og jafnvel hundruð þúsunda fylgjenda á miðlinum. Til þess að skemmta sér á Instagram þarf fyrst og fremst að elta skemmtilegt og sniðugt fólk.

Nútíminn tók saman lista yfir nokkra einstaklinga á Instagram sem við mælum með að þú fylgir til að gera forritið aðeins skemmtilegra.

Heiðar Logi

Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann er líka mjög duglegur að ferðast.

View this post on Instagram

Merry Christmas everyone ?? ? @benjaminhardman

A post shared by Heiðar Logi (@heidarlogi) on

Dóra Júlía

Dóra er ein af heitustu DJ-um landsins.

Vargurinn

Snorri Rafnsson eða Vargurinn eins og hann kallar sig er alvöru gæji. Veiðimaður sem er með flott Instagram.

Kolla Ýr

Kolbrún Ýr Sturludóttir er dugleg að ferðast og taka geggjaðar myndir.

Lexi Picasso

Íslenski rapparinn Lexi Picasso lifir mjög hátt og er duglegur að deila lífi sínu með fylgjendum á Instagram.

Unnur Eggertsdóttir

Unnur er efnileg leikkona sem útskrifaðist frá The American Academy of Dramatic Arts í New York. Hún er búsett í LA þar sem hún vinnur sem leikkona.

Rúnar Hroði

Rúnar Geirmundsson er kraftlyftingamaður sem er með nokkur húðflúr. Skemmtilegur gaur sem gaman er að fylgjast með á Instagram.

Egill Spegill

Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson, eða Egill Spegill stundar það að taka myndir af frægu fólki í gula HUF jakkanum sínum.

https://www.instagram.com/p/BazC962H0PF/?taken-by=eijill

Ólafía Þórunn

 Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017 og mjög skemmtileg á Instagram.

Auglýsing

læk

Instagram