Fjarvera Stefáns Karls felldi Latabæ

Hætt hefur verið við 12 sýningar af söngleiknum Ævintýri í Latabæ. Þetta gerist í kjölfarið á því að leikarinn Stefán Karl Stefánsson hélt til Bandaríkjanna að leika Trölla í far­and­sýn­ing­unni Þegar Trölli stal jól­un­um, eftir Dr. Seuss.

Leikarinn Þórir Sæmundsson tók við af Stefáni Karli sem Glanni Glæpur í lok október. Heimildir Nútímans herma að miðasalan á sýninguna hafi verið dræm og því hafi verið ákveðið að hætta við fjölda sýninga.

26. sýningin fer fram á sunnudaginn og verður sú síðasta í bili. Næstu tvær sýningar verða í lok desember, þegar Stefán Karl snýr aftur.

Eins og þetta skjáskot af Midi.is sýnir þá fer 26. sýning fram um helgina en svo eru ekki miðar í boði fyrr en 28. desember:

Ekki náðist í Ara Matthíasson, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, við vinnslu fréttarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram