Fjöldi milljarðamæringa tvöfaldast frá hruni

Fjöldi milljarðamæringa í heiminum hefur tvöfaldast frá hruni, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna Oxfam, sem byggir á tölum frá Forbes.

Í mars árið 2009 voru milljarðamæringarnir 793 en í mars á þessu ári voru þeir orðnir 1.645. Þá kemur fram í skýrslunni að auður 85 ríkustu manna heims hafi vaxið um 668 milljónir dala á dag milli áranna 2013 og 2014. Það eru um 82 milljarðar íslenskra króna á dag, eða um 61 milljón á mínútu.

Virði eigna þessa fólks er á við eignir fátækari helming mannkyns. Skýrslunni er ætlað að undirstrika aukinn ójöfnuð í heiminum:

„Hundruðir milljóna búa við mikla fátækt án þess að fá heilbrigðisþjónustu og menntun á meðan þeir ofurríku græða meira en þeir ná mögulega að eyða,“ segir í frétt um málið á vef NBC.

Fylgirðu Nútímanum á Facebook? Ekki? Eftir hverju ertu að bíða?

Auglýsing

læk

Instagram