Fjórar konur segja frá kynferðisáreitni Jóns Baldvins

Fjórar konur stigu fram á vef Stundarinnar í dag og lýstu meintri kynferðisáreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar sem átti sér stað yfir rúmlega hálfrar aldar skeið. Á vef Stundarinnar kemur fram að fleiri konur hafi stigið fram í lokuðum hópi. Þar er sagt að nýjasta sagan sé frá því síðasta sumar en sú elsta frá 13 til 14 ára gömlum nemendum hans á sjöunda áratugnum.

Nýlegasta atvikið er sagt hafa átt sér stað í Spáni í júní 2018 eftir leik Íslands og Argentínu á HM. Carmen Jóhannsdóttir segir frá því að Jón hafi áreitt hana kynferðislega á heimili hans og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í bænum Salobreña í Andalúsíu.

Matthildur Kristmannsdóttir og María Alexandersdóttir segja þá frá atviki sem átti sér stað árið 1967 þegar Jón Baldvin kenndi við Hagaskóla. Þá voru þær um 13 og 14 ára.

Þá lýsir Guðrún Harðardóttir frá tilraunum Jóns Baldvins til að kyssa sig á Ítalíu og næturheimsóknum hans í herbergi hennar þegar hún var táningur. Hún hefur áður stigið fram í viðtali árið 2012.

Umfjöllunina í heild má lesa í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í morgun.

Auglýsing

læk

Instagram