Fólkið á götunni varpar óvæntum bombum á Rás 2: „Konur vita ekki neitt“

Síðdegisútvarpið á Rás 2 í gær fjallaði um forsetakosningarnar sem fara fram á Íslandi á næsta ári. Áður en umfjöllunin hófst var fólkið á götunni spurt álits og ummæli nokkurra stúlkna vöktu talsverða athygli. Spjallið við þær má heyra hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hlustendur töldur að anti-femínistinn á Rás 2 væri leikinn

Þetta var saklaust í byrjun, ein þeirra vildi Ólaf Ragnar áfram í embætti en önnur vildi Jón Gnarr. Það fór hins vegar að halla undan fæti þegar útvarpskonan Björg Magnúsdóttir spurði hvort þær vildu sjá einhverja konu í embættinu.

„Þær vita ekki neitt,“ sagði ein og útskýrði ummælin þannig að hún hefði enga trú á kynsystrum sínum. Hlustið á þetta.

Auglýsing

læk

Instagram