Fólkið sem ætlar ekki að skilja börnin sín eftir með sand af seðlum

Það getur haft sína kosti að eiga fræga og efnaða foreldra. Börn þeirra hafa nóg á milli handanna og erfa gríðarlegar fjárhæðir. En ekki alltaf. Sumir ætla alls ekki að skilja börnin sín eftir með sand af seðlum.

Tónlistarmaðurinn Sting, sem metinn er á 300 milljónir bandaríkjadala, hefur sagt að hann ætli ekki að skilja neina peninga eftir fyrir börnin sín sex. Hann segist ætla að aðstoða þau ef þau lenda í fjárhagsvandræðum en hefur fulla trú á því að þau muni spjara sig.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, varð milljarðamæringur áður en hann náði 32 ára aldri. Í dag er hann metinn á 50 milljarða bandaríkjadala. Þegar dóttir hans og eiginkonu hans, Priscillu Chan, skrifuðu hjónin henni opið bréf þar sem fram kom að þau ætluðu að gefa 99% af eigum sínum. Hún mun því í mesta lagi erfa eitt prósent. Sem er samt nokkuð gott.

Tónlistarmaðurinn Elton John og eiginmaður hans, David Furnish, ætla ekki að gera sonum sínum lífið of auðvelt. „Að sjálfsögðu vil ég skilja syni mína eftir við fjárhagslegt öryggi. En það er hræðilegt að gefa börnum silfurskeið. Það eyðileggur líf þeirra,“ sagði Elton.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er gríðarlega efnaður og hefur verið meðal ríkustu manna í heimi síðustu ár. Hann ætlar þó ekki að skilja allan auðinn eftir í höndum barna sinna. „Börnin okkar munu fá góða menntun og eitthvað af peningum,“ segir hann. Gates segir að börnum sé ekki gerður neinn greiði með því að gefa þeim mikla peninga. Það eyðileggi allt sem þau hefðu hugsanlega gert.

Simon Cowell ætlar ekki að skilja son sinn Eric eftir með stórar fjárhæðir og segist hann ekki vera hrifinn af því að peningar gangi frá einni kynslóð til annarrar. „Ég mun láta einhvern fá peningana mína. Ég gef þá til góðgerða, líklega – barna og hunda,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram