Daði og Gagnavagninn keyra um borgina

Í tilefni af því að Eurovision keppnin átti að fara fram um helgina fá farþegar Strætó að heyra í tónlistarmanninum Daða Frey og ferðast í Gagnavagninum næstu daga.

„Okkur langaði svolítið að halda í Eurovision-gleðina og líka svolítið að fagna því að skerðingunni á tímatöflu Strætó er að ljúka. Svo við ákváðum að búa til Daða og Gagnavagninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Rúv

Gagnavagninn er merktur með myndum af Daða og Gagnamagninu og má heyra rödd Daða Freys kynna biðstöðvarnar. Munu farþegar á leið um Ártún, Fjörð, Spöngina, Mjódd, Hamraborg og Hlemm fá að ferðast með Gagnavagninum.

Daði lýsir gleði sinni yfir vagninum á Instagram síðu sinni og segir drauma sína hafa ræst.

Auglýsing

læk

Instagram