Fyrrum sigurvegari Eurovision grátbiður Hatara um að haga sér: „Íslendingar eru með eitthvað stórt í bígerð“

Auglýsing

Ísraelska tónlistarkonan Netta Barzilai, sem sigraði Eurovision söngvakeppnina á síðasta ári, virðist hafa áhyggjur af því hvað Hatarar muni gera í keppninni í ár. Netta segir, í viðtali  að hún vilji ekki að tónlistarfólk sem kemur fram í keppninni eyðileggji töfra hennar með pólitískum skilaboðum. Þetta segir hún í viðtali hjá Eurovision-sérfræðingunum hjá WiwiBloggs.

Netta er spurð útí þá staðreynd að það þyki umdeilt að halda keppnina í Ísrael í ár og að margir hafi kallað eftir því að keppnin verði ekki haldin þar yfir höfuð. Í því samhengi minnist hún á atriði Íslendinga.

„Íslendingar eru til dæmis með eitthvað stórt í sínu atriði. Óvæntan glaðning eins og þeir kalla það,“ segir hún.

Sjá einnig: Hatarar komnir að þolmörkum og hættir að tjá sig: „Túlkað sem of pólitískt ef við færum að svara þessari spurningu“

Auglýsing

Hún talar um að Eurovision-keppnin hafi í gegnum tíðina sameinað fólk, hvaðan sem það kemur, óháð trú, kynhneigð, skoðunum eða litarhafti.

„Ég held að það séu allir jafnir á þessu sviði og allir hafa eitt fram að færa, tónlist, eða raunar tvenn, menningu líka. Það á ekki að eyðileggja þessa töfra. Stjórnmálamenn ættu að fást við pólitík. Tónlist ætti að færa fólk nær hvort öðru, höldum Eurovision þannig, ég grátbið ykkur.“

Hér má sjá viðtalið við Nettu í heild sinni

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram