Fyrsta myndin af Shia LaBeouf og Sverri Guðnasyni í hlutverkum sínum í Borg/McEnroe

Fyrsta ljósmyndin af Shia LaBeouf og Sverri Guðnasyni í hlutverkum sínum í Borg/McEnroe hefur skotið upp kollinum á Reddit. Sverrir leikur tennishetjuna Björn Borg í myndinni sem er væntanleg á næsta ári og fjallar um einvígi Borg og Bandaríkjamannsins John McEnroes í byrjun níunda áratugarins.

Þau sem þekkja ekki til Sverris geta lesið þetta viðtal við hann sem birtist í Fréttatímanum á dögunum. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi á síðustu árum orðið landsþekktur leikari í Svíþjóð.

Tökur á Borg/McEnroe hafa staðið yfir í Tékklandi, Gautaborg og Monakó. „Ég spilaði tennis í tvo tíma á dag í hálft ár,“ segir Sverrir um undirbúninginn fyrir myndina í viðtali við Fréttatímann.

Ég gerði í raun ekkert annað þennan tíma, ég var bara að æfa og borða vel því þegar maður spilar svona mikið tennis þá fara kílóin af manni hratt. Ég er auðvitað ekki orðinn jafn góður og Björn Borg en ég er sæmilegur. Ég ætla að halda áfram að spila eftir myndina,

Sverrir hefur leikið í kvikmyndum á borð við Monicu Z, Flugparken og Gentlemen ásamt því að hafa farið með hlutverk í Wallander-þáttunum. Hann fékk sænsku kvikmyndaverðlaunin Guldbagge fyrir hlutverk sín í Monicu Z og Flugparken og var einnig tilnefndur fyrir hlutverk sitt í Gentlemen.

Auglýsing

læk

Instagram