Auglýsing

Game of Thrones stjarna í góðum gír á Íslandi

Danski stórleikarinn Nikolaj Coster-Waldau sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk Jaime Lannister í Game of Thrones þáttunum er staddur á landinu. Hann hefur sýnt frá ferð sinni á Instagram síðu sinni í dag og í gær.

Nikolaj birti myndband frá Skólavörðustíg og frá bílferð úti á landi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Coster-Waldau heimsækir Ísland en leikarar Game of Thrones þáttanna eru duglegir að kíkja til landsins, hvort sem það er fyrir tökur á þáttunum eða bara til gamans.

Sjá einnig: Emilia Clarke og Kit Harington stödd á Íslandi við tökur á Game of Thrones

Síðasta þáttaröðin af Game of Thrones er væntanleg. Aðdáendur eru gífurlega spenntir fyrir seríunni en fyrsti þáttur verður frumsýndir 14. apríl næstkomandi.

Sjá einnig: HBO gefur út rosalega stiklu fyrir nýjustu seríu Game of Thrones

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing