Geir um Blatter: „Hann er mikill leiðtogi“

Sepp Blatter tilkynnti í gær að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Samkvæmt nýjustu fréttum rannsakar FBI stjórnartíð hans hjá sambandinu.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var spurður í fréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi hvernig maður Blatter er og hann sagði að hann væri mjög kænn.

„Hann hefur unnið dyggilega að framgangi knattspyrnunnar í 40 ár og hann hefur gert það vel og það eru allir sammála um það,“ sagði Geir.

Það var bara kominn tími til að hann stígi til hliðar og hann var búinn að lofa Evrópu því fyrir fjórum árum. Hann hefur heillað marga með sinni framkomu, það er alveg ljóst og hann er mikill leiðtogi.

Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku. Samkvæmt bandarísku fréttastofunni ABC er banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI nú að rann­saka Blatter.

Sjá einnig: John Oliver hakkar FIFA í sig …Aftur!

Talið er að það sé ástæða þess að Blatter boðaði af­sögn sína á blaðamanna­fundi í gær. Stuttu eft­ir upp­ljóstrun ABC birti New York Times frétt þar sem tekið er und­ir þá kenn­ingu.

Blatter var end­ur­kjör­inn for­seti FIFA á föstu­dag­inn í síðustu viku í kjölfarið á því að níu full­trú­ar í stjórn knatt­spyrnu­sam­banda víða um heim­inn voru hand­tekn­ir, grunaðir um spill­ingu og fjár­drátt.

Blatter sjálf­ur heldur fram sakleysi sínu.

Auglýsing

læk

Instagram