Gerir grín að Höfðatorgsklaufunum

Ölvuðu klaufabárðarnir á Höfðatorgi hafa vakið heimsathygli. Myndband úr öryggismyndavélum sem sýnir þá hvolfa bíl sínum var birt á Youtube í október en fjarlægt skömmu síðar.

Það var hins vegar of seint, internetið gleymir engu og myndbandið heldur áfram að ferðast um netheima. Myndbandið skaut síðast upp kollinum í þættinum Tosh.0 og þar lögðu menn á sig að bæta við það hljóði, sem var ekki í upprunalega myndbandinu.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Tosh.0 er bandarískur sjónvarpsþáttur sem er stýrt af grínistanum Daniel Tosh. Þátturinn er sýndur á kapalsjónvarpsstöðinni Comedy Central og nýtur talsverðra vinsælda — 6. þáttaröð er í gangi núna og um tvær til þrjár milljónir manna horfa á hvern þátt.

Umfjöllun, eða öllu heldur grín, Tosh um klaufana má sjá hér:

http://youtu.be/7hEDexEHZXc

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram