Auglýsing

„Glaður skal ég gangast við uppnefninu frumuklasi svo lengi sem Jón Gunnarsson stýrir ekki mannréttindabaráttu kvenna“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra sem kaus gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof á Alþingi í gær. Jón sagði að sumir þingmenn hefður þurft að þola persónulega svívirðingar vegna mismunandi skoðana í málinu þegar hann greindi frá atkvæði sínu. Hann endaði samt sem áður á því að kalla Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, frumuklasa.

Sjá einnig: Bjarni Ben látinn heyra það fyrir að greiða atkvæði gegn frumvarpi um þungunarrof: „Ertu að tala um HeforShe Champion Bjarna Ben?“

„Að væna menn um að hafa ekki virðingu og bera ekki virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Þegar umræðan snýst um það hversu langt sá réttur á að ná. Hversu lengi hann á að gilda,“ sagði Jón.

„Flóttinn frá umræðunni birtist okkur í því þegar fólk er farið að tala um þungunarrof í staðinn fyrir fóstureyðing. Hver eru mörkin á milli þungunarrofs og fóstureyðingar? Eða þá frumuklasa eins og samfylkingarþingmenn háttvirtir kjósa að kalla þetta. Hann er ansi myndarlegur frumuklasinn, formaður Samfylkingarinnar sem situr þarna fyrir aftan mig í salnum,“ sagði Jón.

Logi Einarsson svaraði þessu á Twitter og sagði að hann myndi glaður gangast við þessu uppnefni svo lengi sem að Jón Gunnarsson stýrði ekki mannréttindabaráttu kvenna. Hann óskaði svo konum til hamingju með daginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing