Góð stemning á Lóu í Gamla bíói: 19 plötusnúðar komu fram

Plötusnúðakvöldið Lóa var haldið í fyrsta skiptið í Gamla Bíó á dögunum. Myndband frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan.

Gestir skemmtu sér vel en fram komu fjórir hópar: Tetriz, BLOKK, Plútó og Dj YAMAHO.

Tetriz þetta kvöldið skipuðu þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi dustaði rykið af vínylplötum.

Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald.

Í Plútó er Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho var svo ein og sér.

Auglýsing

læk

Instagram