Google býður hökkurum 23 milljónir fyrir að brjótast inn í símana sína

Á morgun hefst keppni á vegum Google þar sem hökkurum býðst að reyna að brjótast inn í síma fyrirtækisins, Nexus 6P og Nexus 5X. 200.000 dalir, um 23 milljónir íslenskra króna, eru í boði fyrir sigurvegara keppninnar.

Hakkararnir sem reyna fyrir sér í keppninni fá aðeins símanúmer og netföng símanna sem þeir eiga að reyna brjótast inn í.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Google haldur slíka keppni með háum peningaverðlaunum. Þá hefur fyrirtækið oft verðlaunað fólk sem tekst að hakka sig inn í hugbúnað þeirra og benda á öryggisgalla. Fyrirtækið telur að þetta sé ein besta leiðin til að öryggiskerfið fyrir notendur sína.

Keppninni lýkur 14. mars. Áhugasamir hakkarar geta nálgast frekar upplýsingar hér.

Auglýsing

læk

Instagram