Grænt ljós frá skipulagsnefnd: Vatnsrennibrautin í miðbænum verður að veruleika

Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar hefur gefið grænt ljós á 200 metra vatnsrennibraut á Skólavörðustíg. Rennibrautin verður lögð í lok júlí og götunni verður skiljanlega lokað fyrir umferð á meðan. Þetta kemur fram á vef DV.

Sjá einnig: 200 metra vatnsrennibraut í miðbænum í sumar

Sex nemar við Háskólann í Reykjavík, í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, ætla að koma fyrir vatnsrennibrautinni fyrir. Um er að ræða svokallaða slip ‘N slide en myndband sem útskýrir pælinguna má sjá hér fyrir neðan.

Rennibrautin verður 200 metra en blautur dúkur verður lagður á götuna þar sem bæði verður hægt að renna sér niður á kútum og án þeirra.

Jökull Torfason, einn sexmenninganna sem standa að verkefninu, sagði í samtali við Fréttatímann að þau hafi langað að gera eitthvað flippað.

Við duttum niður á myndband á netinu þar sem þetta er gert og okkur langaði strax að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum búin að fá vilyrði frá Reykjavíkurborg og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er búinn að leggja blessun sína yfir þetta.

Með honum í hópnum eru þau Brynja Rut Blöndal, Bryndís Ósk Valdimarsdóttir, Elín Lind Jónsdóttir, Jóhannes Hilmarsson og Klara Ingvarsdóttir.

Auglýsing

læk

Instagram