Ævintýralegt Disney-skip Gretu Salóme

Tónlistarkonan Greta Salóme hefur undanfarna mánuði komið fram á skemmtiferðaskipinu Disney Dream, sem siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. Myndir af skipinu má finna hér fyrir neðan.

Í lok janúar birti Greta færslu á Facebook þar sem hún sagðist vera komin aftur um borð í Disney Dream en þar flytur hún Disney-lög við góðar undirtektir.

Skipið er um 440 metra langt og vegur um 130.000 tonn.  4.000 gestir sigla með skipinu og 1.458 starfsmenn eru um borð og uppfylla flestar daglegar þarfir skipverja, samkvæmt vef skipsins.

Á skipinu er ýmislegt í boði, bæði fyrir börn og fullorðna. Fjölmargir veitingastaðir eru um borð og eru þeir allir með einhvers konar töfrandi þema. Tónleikar, sýningar á Disney-myndum og skemmtanir eru í boði fyrir alla fjölskylduna og á þrjár sundlaugar í skipinu, ein fyrir börn, önnur fyrir fjölskyldur og sú þriðja fyrir fullorðna.

Þá má finna næturklúbba og og bari þar sem tónlist er í boði og dans fyrir þau sem stunda slíkar æfingar.

 

Ekki slæmt að geta skellt sér í sund, á sjó

Verði maður svangur um borð er því reddað

Screen Shot 2015-03-02 at 09.13.38

Mörg stórkostleg lög er að finna í Disney-myndunum og eru þau flutt hér

Screen Shot 2015-03-02 at 09.13.20

Þarna er eflaust fínt að liggja og horfa á Lion King

Screen Shot 2015-03-02 at 09.13.01

Herbergin um borð eru ekki af verri endanum

Screen Shot 2015-03-02 at 09.12.29

Skipið er allt hið ævintýralegasta

Screen Shot 2015-03-02 at 09.12.05

Þetta getur ekki verið annað en skemmtilegt

Screen Shot 2015-03-02 at 09.11.50

Glæsilegt!

Screen Shot 2015-03-02 at 09.11.24

Auglýsing

læk

Instagram