Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir köttum við Hellisgerði í Hafnarfirði með frostlegi

Þrír kettir, sem allir voru á ferðinni í kringum Hellisgerði í Hafnarfirði, fengu aðhlynningu á dýraspítalanum í Garðabæ síðastliðna viku. Þeir eru allir dauðir en talið er að þeir hafi allir fengið frostlögseitrun.

Tveir kattanna voru heimiliskettir, elskaðir af eigendum sínum en sá þriðji var ómerktur og líklega flækingsköttur.

„Illvirkið er það sama, hvaða dýr sem á í hlut, ef verið að byrja dýrum eitur,“ segir í Facebook-færslu dýraspítalans.

Kettir komast oft í frostlög þegar hann hefur náð að leka í polla en einnig eru dæmi um að eitrað sé fyrir dýrunum með þessum hætti. Köttunum finnst frostlögurinn ekki vondur á bragðið.

Auglýsing

læk

Instagram