Guðjón Valur segist hafa brugðist of harkalega við í viðtali við Þorkel á RÚV: „Þú ert í þinni vinnu“

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist kannski hafa brugðist of harkalega við í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann RÚV, eftir leik Íslands við Spán á HM í handbolta í gærkvöldi.

Sjá einnig: Pirraður Guðjón Valur lætur Þorkel á RÚV heyra það: „Ekki byrja á þessu“

Í viðtali gærkvöldsins spurði Þorkell Gunnar Guðjón Val hvort að Íslendingar þyrftu ekki að stytta „gamla, vonda slæma kaflann“ brást hann við með því að biðja Þorkel um að byrja ekki á þessu. „Gerðu það fyrir mig,“ sagði hann.

Örskýring: Hver er eiginlega þessi Arnar Freyr sem sló í gegn í leik Íslands við Spán?

„Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það sem fer í taugarnar á mér er að við Íslendingar erum duglegir að persónugera þennan gamla slæma kafla og ég vil forða ungu strákunum frá því að þurfa að upplifa þetta í framtíðinni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Þorkel í viðtali þar sem þeir gera viðtal gærkvöldsins upp.

„Maður hugsar það þannig, slæmi kaflinn var hjá liði Spánverja í fyrri hálfleik og hjá okkar liði í seinni hálfleik. Við erum góðir held ég áfram,“ bætti Guðjón Valur við.

„Á ég ekki bara að spyrja þig betri spurninga líka,“ spurði Þorkell Gunnar þá.

„Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og svo bara ræðum við málin í rólegheitum,“ svaraði Guðjón Valur.

Auglýsing

læk

Instagram