Guðni Th fagnar fimmtugsafmælinu í faðmi fjölskyldunnar og mun að sjálfsögðu horfa á landsleikinn

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann ætlar að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og svo mun hann að sjálfsögðu fylgjast með knattspyrnuleik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi.

For­setafrú­in El­iza Reid sendi hon­um krúttlega kveðju á Face­book í til­efni af stóraf­mæl­inu og lét eina gamla og góða mynd fylgja með. „Þessi klári, fyndni, góði og jú fjallmyndarlegi maður er 50 ára í dag. Ég er mjög stolt af honum sem fimm barna föður, syni, eiginmanni og forseta,“ skrifar Eliza meðal annars.

Myndin sem Eliza lét fylgja með kveðjunni er frá því á síðustu öld þegar að þau stunduðu saman nám við Oxford-há­skóla.

„Við fjölskyldan ætlum að fagna deginum eins og hann vill, eða með sem minnstri fyrirhöfn og látum. Að sjálfsögðu ætlum við svo að fylgjast með strákunum okkar í Rússlandi. Til hamingju með daginn elsku Guðni. Og ÁFRAM Ísland!” segir í kveðjunni frá Elizu.

Í gær voru liðin tvö ár frá því að Guðni var kjörinn forseti Íslands. Guðni var þá kosinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta.

Þessi klári, fyndni, góði og jú fjallmyndalegi maður er 50 ára í dag. Ég er mjög stolt af honum sem fimm barna föður,…

Posted by Eliza Reid on Þriðjudagur, 26. júní 2018

Auglýsing

læk

Instagram