Gunnar Nelson með nýtt lag þegar hann gengur í búrið, Hjálmar út — Kaleo inn

Gunnar Nelson mun vera með nýtt lag þegar hann gengur í hringinn á bardagakvöldi UFC í Rotterdam á morgun. Undanfarin ár hefur lagið Leiðin okkar allra með Hjálmum hljómar þegar Gunnar gengur í búrið en hann er búinn að velja nýtt lag. Þetta kemur fram á vef MMA frétta.

Sjá einnig: Hlustaðu á gamla lagið hans Gunnars

MMA fréttir greina frá því að lagið Way Down We Go með Kaleo hljómi þegar hann gengur í búrið á morgun. Hann mun því halda sig við íslenska tónlist.

Gunnar mætir Albert Tumenov á morgun. Bardaginn verður sýndur á Stöð 2 sport og útsendingin hefst klukkan 18. Búast má við að Gunnar berjist milli klukkan 19.30 og 20.

Hlustaðu á nýja lagið hans Gunnars hér fyrir neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=VlCZ-DakfyE

Auglýsing

læk

Instagram