Gunnar Nelson til Las Vegas á ný: Aðstoðar Conor McGregor í sjónvarpsþætti á Fox

Gunnar Nelson hélt til Las Vegas á ný í morgun og birti af því tilefni þessa mynd af sér á Twitter. Það dugði ekkert minna en þýsk lúxuskerra til að fara með bardagakappann á flugvöllinn.

Gunnar verður Conor McGregor, æfingarfélaga sínum og einni stærstu stjörnu UFC-bardagasamtakanna, innan handar í nýjustu þáttaröðinni af The Ultimate Fighter, sem er raunveruleikaþáttur þar sem upprennandi bardagamenn freista þess að fá samning hjá UFC.

Samkvæmt frétt á vef MMA frétta eru Conor McGregor og Urijah Faber þjálfarar í þáttunum sem verða frumsýndir á Fox Sports 1 í september.

Samkvæmt MMA fréttum standa tökurnar yfir í eina til tvær vikur og Gunnar aðstoðar McGregor að þjálfa lið Evrópumanna í þættinum. Bandaríkjamaðurinn Urijah Faber þjálfar lið Bandaríkjanna. Evrópskir og bandarískir bardagamenn berjast svo í þáttaröðinni.

Auglýsing

læk

Instagram