Hafþór Júlíus með Jón Pál á kálfanum

Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson lét í dag húðflúra á sig mynd af goðsögninni Jóni Páli Sigmarssyni. Myndin er á vinstri kálfa Hafþórs og sýnir Jón lyfta risavöxnum steini.

Húðflúrarinn Ólafía Kristjánsdóttir á Reykjavík Ink skreytti Hafþór, sem var svo ánægður með útkomuna að hann kallaði það meistaraverk á Facebook-síðu sinni.

 

Hafþór Júlíus á tæplega 75 þúsund aðdáendur á Facebook og þeir virðast kunna vel að meta flúrið — aðeins klukkutíma eftir að hann birti af því mynd höfðu hátt í þúsund líkað við það.

Auglýsing

læk

Instagram