Hagar flytja inn Euroshopper-bjór: „Fær mjög góða einkunn í bragðprófunum“

Fyrsta var­an sem fyr­ir­tækið Hag­ar ætl­ar að bjóða upp á sem heild­söluaðili áfeng­is er Euros­hopp­er-bjór. Þetta kemur fram á mbl.is.

Bjórinn verður fá­an­leg­ur í versl­un­um ÁTVR en ef áfeng­is­frum­varpið verður samþykkt verður hann seld­ur bæði í versl­un­um Hag­kaupa og Bón­uss.

Finnur Árnason, forstjóri, Haga, segist í samtali við mbl.is ekki hafa smakkað bjórinn en seg­ir hann hafa fengið mjög góða ein­kunn í bragðpróf­un­um.

Þetta er vörumerki sem við erum að selja í versl­un­um okk­ar. Við vænt­um þess að var­an verði kom­in í sölu eft­ir ekki alltof marg­ar vik­ur.

Styrkileiki bjórsins er 4,6% og mbl.is greinir frá því að hálf­ur lítri verði lík­lega seld­ur á í kring­um 250 krón­ur.

Auglýsing

læk

Instagram