today-is-a-good-day

Hatarar skríða upp listann hjá veðbönkum eftir gærkvöldið

Hatarar komust í gærkvöldi áfram á úrslitakvöld Eurovision eftir frábæran flutning á fyrra undankvöldinu. Hatari situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau atriði sem þykja líklegust til sigurs en fyrir gærkvöldið var lagið í áttunda sætinu.

Sjá einnig: Hatarar komust áfram í úrslit Eurovision: „Ég var orðinn svo stressaður“

Tíu þjóðir komust upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í gær en Ástralía og Ísland voru þau atriði sem þóttu líklegust til þess að fara áfram. Ástralska atriðið situr nú í þriðja sætinu í veðbönkum.

Íslenska atriðið sem hefur klifrað upp úr 10. sætinu á undanförnum dögum er talið hafa sex prósent líkur á sigri. Síðari undanúrslitariðillinn fer fram á morgun og lokakvöldið er svo á laugardag.

Auglýsing

læk

Instagram