Hátt í 40 íslenskir atvinnumenn í póker

Hátt 40 Íslendingar eru atvinnumenn í póker. Þetta er haft eftir formanni Pókersambands Íslands í DV í dag.

Í DV kemur fram að atvinnumennirnir hafi í sig og á með því að spila á netinu og fara á mót, bæði hér heima og erlendis.

Á Íslandsmótinu í svokölluðum Stórbokka, eða high roller, á dögunum voru um 25 til 30 atvinnumenn á meðal þátttakenda og þeir röðuðu sér í efstu sætin. Davíð Þór Rúnarsson, formaður Pókersambandsins, segir að atvinnumennirnir séu í öllum aldurshópum og að konum fari fjölgandi í hópnum.

 

Þeir áttu það sameiginlegt að vera atvinnumenn og vera þekktir fyrir að vera góðir spilarar. Þetta sýnir það og sannar að það er getan sem stjórnar árangrinum í þessu.

Sigurvegarinn í stórbokkamótinu fékk tvær milljónir og 650 þúsund í sinn hlut en milljón fékkst fyrir næstu tvö sæti. Heildarverðmæti vinninga var um sjö milljónir króna en 115 þúsund krónur kostaði að taka þátt.

 

Auglýsing

læk

Instagram