Auglýsing

Hér er leiðin sem bandaríski ferðamaðurinn ók, fór á Laugarveg í staðinn fyrir Laugaveg

Bandaríski ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík en endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki hefur lagt internetið á hliðina. Þegar rennt er yfir Facebook má nánast heyra hlátrasköll Íslendinga sem geta ekki hamið sig yfir óheppni mannsins sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag.

Ferðamaðurinn átti bókað herbergi á Hótel Frón. Eftir að hafa keyrt í fimm klukkustundir bankaði hann upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi, með R-i, á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni.

Í samtali við Vísi segir Sigurlína að hún hafi haldið að um grín væri að ræða og að sá bandaríski hafi orðið vandræðalegur þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin.

Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni.

Hann dvelur nú á Hótel Siglufirði og samkvæmt Vísi var vel tekið á móti honum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing