Hin átta ára gamla Snæfríður sendir H&M opið bréf: „Af hverju eru allir geimbolirnir í strákadeildinni?“

Hin átta ára gamla Snæfríður Edda hefur sent H&M opið bréf eftir að hún fór í verslunina í Smáralind í gær. Í bréfinu spyr hún af hverju allir geimbolirnir væru í strákadeildinni.

Móðir Snæfríðar birtir bréf hennar á Facebook og Nútíminn fékk leyfi til að birta það. „Ég kom í búðina ykkar í fyrsta skipti í gær. Það var gaman,“ segir hún.

En, ég er með eina spurningu. Af hverju eru allir geimbolirnir í strákadeildinni? Haldið þið að stelpur hafi ekki áhuga á geimnum?

Snæfríður segir í bréfinu að hana langi til að verða geimfari. „Ég er viss um að Valentina Tereshkova og Sally Ride hafi haft mikinn áhuga á geimnum þegar þær voru 8 ára,“ segir hún.

Laika var líka stelpa! Af hverju geta stelpur ekki labbað inn í stelpudeildina og fundið geimfaraboli? Hvaða skilaboð viljið þið eiginlega senda stelpum?“

Hún lýkur bréfinu á að óska eftir því að forsvarsfólk H&M hugsi málið. Sjáðu bréfið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram