Hlustaðu á lag með nýjum sigurvegurum Músíktilrauna

Hljómsveitin Rythmatik frá Suðureyri er sigurvegari Músíktílrauna í ár. Úrslitin fóru fram í Hörpu á laugardagskvöld. Hlustaðu á lag með hljómsveitinni hér fyrir neðan. Par-Ðar var í öðru sæti og AvÓkA í þriðja. SíG­ull var kos­in Hljóm­sveit fólks­ins í síma­kosn­ingu.

Hrafn­kell Hugi Vern­h­arðsson í Rythmatik var val­inn gít­ar­leik­ari til­raun­anna, Magnús Jó­hann Ragn­ars­son í Electric Elephant fékk viður­kenn­ingu fyr­ir hljóm­borðsleik, Eyþór Eyj­ólfs­son úr Pör-Ðum, SíG­ull og AvÓkA fékk verðlaun fyr­ir trommu­leik og fé­lagi hans í sömu hljóm­sveit­um, Arn­ar Ing­ólfs­son, verðlaun fyr­ir bassa­leik.

Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir í C A L I C U T var valin söngkona tilraunanna og hljómsveitarfé­lagi henn­ar, Auðunn Lúth­ers­son, var verðlaunaður sem raf­heili til­raun­anna. Hljóm­sveit­in Par-Ðar fékk viður­kenn­ingu fyr­ir texta­gerð á ís­lensku.

Hljómsveitina skipa þeir Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Valgeir Skorri Vernharðsson, Pétur Óli Þorvaldsson og Bjarni Kristinn Guðjónsson. Þeir eru allir á aldrinum 19 til 24 ára.

Á vef Músíktilrauna kemur fram að fyrstu drög að hljómsveitinni mynduðust 2012 þegar að bræðurnir Valgeir og Hrafnkell reyndu að semja saman og ætluðu að stofna hljómsveit. Brösulega gekk að finna aðra meðlimi en Rythmatik var ekki komin í þá mynd sem að hún er í dag fyrr en í fyrra.

Hér má heyra lagið Tiny Knots eftir sigurvegarana:

Auglýsing

læk

Instagram