Hlustendur Útvarps Sögu rífa í sig gjörning Almars: „Af hverju er maðurinn ekki handtekinn?“

Gjörningur Almars Atlasonar hefur verið á allra vörum en eins og alþjóð veit þá dvaldi hann nakinn í glerkassa í Listaháskóla Íslands í viku. Skiptar skoðanir hafa verið um verkið en hlustendur Útvarps Sögu ræddu það við útvarpsmanninn Pétur Gunnlaugsson í vikunni og virtust alls ekki sáttir.

Almar var meðal annars sakaður um lögbrot, Gísli Marteinn fékk á baukinn ásamt því að saur, þvag og sjálfsfróun komu við sögu. Hlustaðu á stutta samantekt af bestu ummælunum í spilaranum hér fyrir ofan þar sem tveir hlustendur fara á kostum.

Almar er 23 ára myndlistarnemi. Verkefnið var hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla en hann er á fyrsta ári sínu í LHÍ.

Næsta myndband ▶️ Almar ræddi við Nútímann: „Ég held að það sé alveg búið að ræða þetta listaverk nóg í bili“

Auglýsing

læk

Instagram