H&M ekki að opna á Íslandi: Þúsundir láta glepjast af Facebook-síðu sem lofar komu sænska risans

Þúsundir hafa lækað, deilt og skilið eftir athugasemd við færslu á síðunni H&M á Íslandi. Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Þar kemur fram að sænski fataverslunarrisinn H&M opni hér á landi á Laugavegi 1. desember. Það er hins vegar ekki rétt en um hrekkjalóm virðist vera að ræða.

Í skýrslu um rekstur H&M fyrstu sex mánuði ársins kemur fram að alls 400 nýjar verslanir opni á árinu. Þá kemur fram að H&M opni í fyrsta skipti í fimm löndum: Tævan, Perú, Maká, Suður-Afríku og í Indlandi. Ísland er ekki þar á meðal.

H&M hefur þó lengi horft til Íslands. Jakob Frímann Magnússon sagði í Fréttablaðinu árið 2011 að sænski risinn væri að skoða í fullri alvöru að opna hér á landi.

Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru.

Í janúar árið 2012 voru settir límmaðar á húsið við Laugaveg sem hýsti áður fataverslunina 17 um að H&M myndi opna þar. Það reyndist vera hrekkur á vegum nemenda í LHÍ.

H&M nýtur mikilla vinsælda á meðal Íslendinga. Samkvæmt rannsókn á meðal notenda Meniga eru verslanirnar lengi búnar að vera þær vinsælustu hjá Íslendingum, þrátt fyrir að vera ekki staðsettar hér á landi.

Fjórðungur 18 þúsund manna úrtaks verslaði í H&M á þriggja mánaða tímabili á árinu, frá apríl til júní.

Hér má sjá færslu hrekkjalómsins sem lofar komu H&M við miklar undirtektir.

Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að…

Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015

Auglýsing

læk

Instagram