Auglýsing

Hótel Frón leiðréttir stafsetningarvilluna, hótelstjórinn ætlaði ekki að trúa þessu

Hótel Frón er sagt standa við Laugarveg á fjölmörgum bókunarsíðum á internetinu en hótelið stendur hins vegar við Laugaveg í Reykjavík. Laugarvegur á Siglufirði inniheldur „R“ sem Reykvíkingar kannast ekki við.

Nútíminn greindi frá þessari stafsetningarvillu, sem átti mögulega þátt í að bandarískur ferðamaður ók á Laugarveg á Siglufirði í staðinn fyrir Laugaveg í Reykjavík í gær. Nú hefur verið hafist handa við að leiðrétta villuna á bókunarsíðunum en hótelstjórinn Gísli Úlfarsson veit ekki til þess að þetta hafi nokkurn tíma gerst áður. Þetta kemur fram á Vísi.

Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara. […] Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.

Ferðamaðurinn bað um að fá að koma á miðvikudaginn, að sögn Gísla. „Við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir hann í samtali við Vísi.

Saga ferðamannsins hefur vakið gríðarlega athygli enda mistökin sprenghlægileg. Hann átti bókað herbergi á Hótel Frón. Eftir að hafa keyrt í fimm klukkustundir bankaði hann upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni.

Sjá einnig: Hér er leiðin sem bandaríski ferðamaðurinn ók, fór á Laugarveg í staðinn fyrir Laugaveg

Í samtali við Vísi segir Sigurlína að hún hafi haldið að um grín væri að ræða og að sá bandaríski hafi orðið vandræðalegur þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin.

Hann dvelur nú á Hótel Siglufirði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing