Auglýsing

Hrefna segir frá því hvernig það var að vilja ekki barnið sitt, hætti við fóstureyðingu á síðustu stundu

Pistill Hrefnu Lífar Ólafsdóttur á bloggsíðunni Dætur.is hefur vakið töluverða athygli en þar segir hún frá því upplifun sinni af því að verða ólétt en vilja ekki barnið.

„Ég var alls ekki á þeim tímapunkti í mínu lífi að vera tilbúin í að eignast barn. Ég var að flytja til Spánar í nám þremur mánuðum síðar og hafði bara þekkt barnsföðurinn í tæpa þrjá mánuði. Ég var ekki tilbúin að eignast barn með manni sem ég þekkti ekkert, hvað þá að flytja með honum til útlanda svo ég gæti alið upp barn með honum,“ skrifar Hrefna Líf.

Í kjölfarið tók við mánuður af hormónasveiflum og miklum grátköstum. Fólk úr öllum reyndi að sannfæra hana um að leggja námið á hilluna í eitt ár. Fæða barnið á Íslandi og vera innan um fjölskyldu og vini, segir Hrefna Líf.

En það var bara ekkert það sem mig langaði að gera. Ég tók það nærri mér hversu fáir virtu mína ákvörðun um að halda mínu striki. Fólk var duglegt að minna mig á að ég væri með geðsjúkdóm og það væri svo erfitt fyrir mig að standa í þessu langt frá öllum öðrum. En ég var í vinnu sem ég hataði og ef ég hefði þurft að vera annað ár í biðstöðu á Íslandi þá hefði ég endað í miklu þunglyndi.

Það eina sem hún gat hugsað var um hvað hana langaði ekki neitt í þetta barn. En á sama tíma nagaði samviskubitið hana.

„Því þetta er stærsti draumur flestra. Að eignast barn. Mér fannst erfitt að réttlæta fyrir mér, þrítugri manneskjunni, að fara í fóstureyðingu. Bara vegna þess að barnið hentaði mér ekki þá stundina sem það varð til. Þannig að ég afbókaði tímann sem ég átti í fóstureyðingu á síðasta mögulega degi,“ skrifar Hrefna Líf.

Hún hefur verið virk á Snapchat og greindi frá óléttunni þar þegar hún var gengin sjö vikur á leið. Í pistlinum segir hún að henni hafi þátt innilega vænt um allan þann stuðning sem hún fékk frá fylgjendum sínum þegar hún greindi frá stöðu mála. Allt frá byrjun var hún mjög opin með það hversu mikið áfall þetta var og að hún væri ekki tilbúin til að eignast barn.

Sambandið hjá Hrefnu Líf og barnsföðurnum gekk alltaf betur og betur. Mamma hennar stóð eins og klettur við hlið hennar allan tímann en hún var eina manneskjan sem Hrefna Líf þorði að segja allt sem hún upplifði.

Hér má lesa pistilinn í fullri lengd. Notendanafn Hrefnu Lífar á Snapchat er hrefnalif

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing