Huldumenn svara Næs í rassinn með laginu Næs í smettið: „Erum ekki kvenhatarar“

Hulduhljómsveitin Dog 8A Baby hefur sent frá sér lagið Næs í smettið. Myndband við lagið má sjá hér fyrir neðan.

Í skilaboðum til Nútímans segja meðlimir hljómsveitarinnar að lagið sé nokkurs konar svar við laginu Næs í rassinn með hljómsveitinni hljómsveitinni Hljómsveitt.

Sjá einnig: Kvartað undan Næs í rassinn á RÚV

Hljómsveitt sendi frá sér myndband við Næs í rassinn í október á síðasta ári og vakti það talsverða athygli.

Í textanum kemur meðal annars fram að karlmenn sem fá það í rassinn skilja og skynja að endaþarmsmök stuðla að jafnrétti kynja. Textann má sjá fyrir neðan myndbandið, þannig að allir geta sungið með.

Dog 8A Baby segjast ekki vilja koma fram undir nafni vegna þess að lagið þeirra fjallar um femínisma. Það er einnig ástæðan fyrir því að grímur hylja andlit þeirra í myndbandinu.

Á Youtube taka meðlimir hljómsveitarinnar fram að þeir eru ekki kvenhatarar.

Auglýsing

læk

Instagram