Húrra Reykjavík kemst á eftirsóknarverðan lista hjá Nike, 14 yfirmenn skoðuðu verslunina

Auglýsing

Verslunin Húrra Reykjavík á Hverfisgötu er komin á lista yfir verslanir í Evrópu sem hafa aðgang að svokölluðum Quick Strike-skóm frá Nike. Slíkir skór koma á markað með skömmum fyrirvara og verslanir þurfa sérstakt leyfi til að selja skóna sem eru ávallt seldir í afar takmörkuðu magni.

Sindri Jensson, annar eigenda Húrra Reykjavíkur, segir í samtali við Nútímann að eftir talsvert langt ferli séu þeir komnir á þann stað sem þeir vilja vera hjá Nike.

Fyrir nokkrum vikum síðan fengum við heimsókn frá 14 yfirmönnum Nike í Evrópu sem tóku út verslunina okkar. Þeim fannst í raun fáránlegt að Húrra væri ekki nú þegar komið á lista yfir þær verslanir í Evrópu sem hafa aðgengi að Qucik Strike-skóm.

Daginn eftir heimsóknina barst tölvupóstur um að verslunin væri komin á Quick Strike-listann.

„Hér eftir fáum við Quick Strike sneakers frá Nike senda reglulega. Þeir koma þá út á ákveðnum dagsetningum á heimsvísu og í Húrra Reykjavík sama dag,“ segir Sindri.

Auglýsing

„Að sama skapi er Húrra nú komið með aðgang að ákveðnum týpum frá Jordan deild Nike og erum við til dæmis að gefa út Jordan 8 “Aqua” á Black Friday næstkomandi, 27. nóvember. Það á án efa eftir að myndast röð fyrir utan verslunina þann dag enda mjög sjaldgæfur og eftirsóknarverður skór.“

Sindri segir að um risastórt skref sé að ræða þar sem engin íslensk verslun hafi nokkurn tíma verið nálægt því að komast á þennan lista, enda strangar kröfur gerðar um vörumerkjaúrval, útlit verslunar og annað.

„Það magnaða við þennan Quick Strike lista er að enginn hefur séð skóna áður og við fáum engar myndir af þeim áður en þeir koma til okkar, einungis vörunúmer og útgáfudag.“

Fyrstu skópörin koma í dag en þá hefst sala á þessu pari hér. „Svo má búast við fleiri sjúkum skóm í kjölfarið ásamt Jordan skónum sem margir bíða spenntir eftir,“ segir Sindri.

„Í stuttu máli geta Íslendingar nú loks nálgast Nike skó sem þeir sjá hjá Hypebeast, Highsnobiety eða öðrum miðlum á Instagram í Húrra Reykjavík á Hverfisgötu sama dag og þeir koma út á heimsvísu. Lítið skref fyrir íslensku þjóðina en risastórt fyrir Húrra Reykjavík og alla Sneaker Heads þarna úti.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram