Auglýsing

Ingvar E. og Ólafur Darri í framhaldi af stórmyndinni Fantastic Beasts, hliðarsaga Harry Potter

Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Darri verða í hlutverkum í nýju risamyndinni Fantastic Beasts sem verður frumsýnd í nóvember á næsta ári. David Yates leikstýrir myndinni. Þetta kemur fram á vefnum Pottermore.

Fantastic Beasts er hliðarsaga kvikmyndanna um Harry Potter en fyrsta myndin kom út í fyrra og J. K. Rowling skrifaði handritið. Myndin sló í gegn og þénaði 814 milljónir dala í kvikmyndahúsum á heimsvísu. Tökur á nýju myndinni hefast í í þessum mánuði en hún gerist í Bretlandi og í París.

Ólafur Darri fer með hlutverk Skender og Ingvar E. fer með hlutverk Grimmson. Á meðal annarra leikara í myndinni eru Johnny Depp, Zoë Kravitz, Jude Law og Katherine Waterston.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing