Íslenskar konur sem hafa lent illa í því eftir að hafa neitað karli deila sögum á Twitter

Tanja Ísfjörð hvetur íslenskar konur sem hafa lent illa í því og jafnvel óttast um líf sitt eftir að hafa neitað karlmanni til að opna sig á Twitter undir myllumerkinu #sagðinei.

Tanja segir í samtali við Nútímann að karlmenn hunsi allt of oft rétt kvenna til að segja nei. „Við erum ekki gerðar til að þóknast karlmönnum eftir þeirra hentisemi, við eigum okkur sjálfar og ráðum okkur sjálfar,“ segir hún.

Hún segist hafa fengið góð viðbrögð við þræðinum. „Fólk er mjög ánægt með þennan þráð. Eins sorglegt og það er þá kom mér ekki á óvart hversu margar konur opnuðu sig,“ segir Tanja.

Þráðurinn fór í loftið í hádeginu í dag og þegar hafa fjölmargar konur sagt sögu sína. Tanja reið sjálf á vaðið og sagði frá manni sem reyndi að nauðga henni eftir að hann aðstoðaði hana við að komast inn á skemmtistað.

Meðal þeirra sem hafa sagt sögu sína undir #sagðinei í dag eru Sóley Tómasdóttir fyrrum borgarfulltrúi og María Lilja Þrastardóttir blaðamaður

Auglýsing

læk

Instagram