Íslenskur knattspyrnumaður sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku

Karlmaður var fyrr í þessum mánuði í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016 en manninum er gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Maðurinn neitaði sök.

Eftir að maðurinn var handtekinn var sýni tekið úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum mannsins. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins.

Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði og var vafi um sekt mannsins metinn honum í hag. Nánar má lesa um dóminn hér. 

Auglýsing

læk

Instagram