Jakob segir sig úr stjórn Arion banka eftir atvik í gleðskap: Drakk of mikið og fór yfir strikið

Jakob Már Ásmundsson hefur sagt sig úr stjórn Arion banka eftir atvik sem kom upp í gleðskap á vegum banks á fimmtudaginn í síðustu viku. Jakob hefur setið í stjórn bankans frá því í mars í fyrra. Hann segist hafa drukkið of mikið í glepskapnum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Fréttablaðið vitnar í bréf sem hann sendi stjórn bankans þar sem hann tilkynnir um afsögn sína. Í bréfinu segist hann hafa drukkið of mikið áfengi og farið yfir strikið í samskiptum sínum við starfsmenn og viðskiptavini. „Þar sagði ég hluti sem eru mér ekki samboðnir og kvartað var yfir,“ segir hann í umræddu bréfi.

Ég sé mikið eftir þessu og vil axla ábyrgð á gjörðum mínum með því að segja mig úr stjórninni. Bankinn er í söluferli þar sem mikilvægt er að vel takist til.

Jakob er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og situr auk þess í stjórn Solid Clouds og Jakás. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að hann starfaði meðal annars hjá Straumi fjárfestingarbanka.

Auglýsing

læk

Instagram