Jeff Bridges er opinn fyrir framhaldi á The Big Lebowski, eru það góðar fréttir eða slæmar?

Leikarinn Jeff Bridges er opinn fyrir framhaldi á kvikmyndinni The Big Lebowski. Þetta kemur fram í viðtali við Bridges á vefnum The Daily Beast.

The Big Lebowski er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar. Í gegnum tíðina hefur fólk velt fyrir sér hvort framhald sé á leiðinni og hvort framhald sé hreinlega góð hugmynd — á eitthvað að fikta meira í lífi The Dude og félaga?

Bridges segir í viðtalinu að The Big Lebowski sé í miklu uppáhaldi. „Það er allt Coen-bræðrum að þakka,“ segir hann en þeir eru mennirnir á bakvið myndina og margar af bestu myndum síðustu ára.

Þeir eru meistarar. Þeir vita svo vel hvernig á að búa til kvikmynd, áreynslulaust. Eða þannig virkar það. Þeir leggja mikið í myndirnar sínar en það er oft þannig með meistarastykkin að þau virka áreynslulaus á hvíta tjaldinu.

Bridges segir að það sé mikið af The Dude í sjálfum sér, sérstaklega þegar hann var ungur. Hann segir að allir séu tilbúnir í framhald en að það sé undir Coen-bræðrum komið.

„Auðvitað. Ég er búinn að gera nokkrar myndir með Julianne [Moore] og við tölum alltaf um að þetta gerist einn daginn.“

Hvað segið þi? Eru þetta stórkostlegar fréttir? Eða skelfilegar fréttir?


Auglýsing

læk

Instagram