John Oliver tætir í sig kynfræðslu í bandarískum grunnskólum

Skólayfirvöld í Bandaríkjunum gefa ekki út neinar reglugerðir um kynfræðslu í grunnskólum landsins.

Aðeins 22 ríki bjóða nemendum sínum yfir höfuð upp á kynfræðslu og hún er afar misjöfn, eins og snillingurinn John Oliver bendir á nýjasta innslagi sínu, sem má sjá hér fyrir neðan.

Oliver tekur fyrir kynfræðslu í Bandaríkjunum í víðu samhengi og sýnir að námsefnið er afar forneskjulegt og jafnvel skaðlegt þar sem aðeins 13 ríki gera þá kröfu að kennslan sé læknisfræðilega rökrétt.

Hann bendir einnig á að það er bannað að sýna hvernig smokkur er notaður í Mississippi og ásamt því að sýna ótrúleg myndbönd þar sem unglingar eru hvattir til að lifa skírlífi …Annars!

Horfðu á innslagið hér fyrir neðan. Spurning hvernig ástandið er í þessum málum hér á landi — mætti heimfæra þetta innslag á kynfræðslu í íslenskum grunnskólum?

Auglýsing

læk

Instagram